Þú ert bara dóni góði!

Gordon Brown going nuts

Eftir að hafa séð þennan meinta forsætisráðherra Breta belgja sig út og nánast lýsa íslendingum sem hryðjuverkamönnum (að ráðamönnum okkar meðtöldum), finnst mér að besti kosturinn í stöðunni væri að fá Davíð Oddson til að senda honum tóninn á sinn þjóðkunna hátt og lýsa Mr. Brown sem dóna fyrir framan alþjóðlegu fjölmiðlamennina.

Að aðildarríki NATO beiti hryðjuverkalöggjöf sinni gegn öðru ríki, held ég að teljist einsdæmi í sögu NATO og að við skulum ekki taka mun harðar á þessum Bretum er mér með öllu óskiljanlegt.

Ekki hafa þeir boðist til að rétta okkur hjálparhönd, heldur þvert á móti hafa þeir sem téð vinaþjóð okkar sýnt sinn innri mann, og ég fyrir mína parta lýsi eftir því að einhver ráðamaður hér á landi reki yfirlýsingagleði Mr. Brown ofan í hann öfugan.

Manni finnst það hálfundarlegt að við höldum diplómatískum línum opnum við þessa bresku konungsþjóð eftir svona yfirlýsingar og aðfarir, og ennþá frekar eftir að þeir beita ákvæðum hryðjuverkalega gegn okkur sem aðildarþjóð í NATO.

Held að maður geri slagorð herferðar Vodafone að sínu með smá breytingu og segi: Skítt með Breta - við höfum Rússa! 


mbl.is Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Já, maður er steinhissa á þessum milliríkjaerjum. Ekki veit ég hver byrjaði, en Brown er að láta eins og fífl. Í fyrsta skipti á ævinni vona ég að íhaldi vinni kosningarnar þar.

Villi Asgeirsson, 9.10.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

U4ea

Höfundur

U4ea
U4ea
Höfundur veltir fyrir sér lífinu í raunveruleikanum og heldur sig utan við sýndarheima óraunveruleikans.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • sland a skkva  jpg 280x800 q95
  • Gordon Brown going nuts

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 64

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband