8.12.2008 | 16:10
Þá er tími friðsælla mótmæla runnin á enda.
Það hlaut að koma að þessu, þegar ekki er hlustað á meirihluta þjóðarinnar.
Vona bara að stjórnmálamenn og aðrir sjái nú að sér áður en þetta endar í meiriháttar átökum, sem það gerir ef ekki verða breytingar strax.
Ólæti á þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
U4ea
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, hvaða neikvæðni er þetta! Höldum bara áfram að loka augunum fyrir spillingunni og ógnarstjórninni - og lofum þeim að fá frið til að hvítþvo sjálfan sig áður en þeir fara að spá í hvort mögulega gæti verið að einhver hafi brotið lög eða siðferðisreglur í bönkunum.
Afbrotafræðingar og annað fagfólk er auðvitað bara að ýkja þegar það kemur í fréttum og boðar svona aðgerðir ef ekki verður á neinn hlustað! En hvenær hefur ríkis(ó)stjórn Geirs Haarde svo sem tekið þátt á fagfólki?
Þór Jóhannesson, 8.12.2008 kl. 16:16
Já, reyndar myndu sálfræðingar skilgreina núverandi ráðamenn sem siðblinda og jafnvel samviskulausa einstaklinga.
En að fara að taka mark á fagfólki er víst eitthvað sem við kunnum ekki hér á klakanum :-)
U4ea, 8.12.2008 kl. 16:20
Gott hjá krökkunum - svo þarf næsti hópur að mæta á morgun - láta lögguna hafa nóg að gera, hún verður þá ekki atvinnulaus á meðan. ;)
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:22
Halda þessu áfram þangað til ríkisstjórnin segir af sér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:23
heyr heyr, Greta - ekki virkar a.m.k. að standa (í skítakulda) á Austurvelli og halda þrumandi ræður yfir þessu liði (það einfaldega lætur sem það heyri ekki).
Þór Jóhannesson, 8.12.2008 kl. 16:30
Er Davíð í þýzka flughernum?
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 16:30
Timi friðsamlegra mótmæla er alls ekki á enda. Þeir sem vilja halda áfram hefðbundnum aðgerðum. Hinsvegar er runninn upp tími beinna aðgerða, sem geta verið friðsamlegar, ófriðlegar en án ofbeldis og allt þar á milli. Ég hef góða von um að ekki komi til ofbeldis af hálfu mótmælenda en það er dagljóst að skiltaburður og ræðuhöld er ekki nóg.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:35
Finnst engum að vígbúnaður lögreglunnar sé e.t.v. frekar ýktur fyrst þetta voru bara nokkrir unglingar að hrópa á þingpöllum? Voru þarna ekki 30 til 40 dátar í fullum herklæðum? Er það ekki svolítið öfgafullt - svona til að beina athyglinni á hvernig fjölmiðlar segja fréttirnar á ríkisstjórnarvænan hátt?
Þór Jóhannesson, 8.12.2008 kl. 16:51
Það er kominn tími til aðgerða. Ekki kannski manndrápa eða íkveikja, en skyrslettur og borgaraleg óhlýðni er þekkt meðal þjóða sem kunna að mótmæla.
Það er ég t.d viss að þessir háu herrar sem kalla unga fólkið skríl, hefði marserað niður göturnar í þýskalandi nasismans í von um betra líf og jafnvel fylgt foringjanum eftir í blindni.
Diesel, 8.12.2008 kl. 18:24
Dísel, ertu sem sagt viss um að enginn þeirra hafi verið hippi?
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.