Má bjóða hinn vangann líka?

Jæja, það kom að því að ríkisstjórn og seðlabankastjórn sýndu sitt rétta andlit.

Ekki aðeins mun þessi svakalega hækkun valda því að fjölskyldur fara í þrot, heldur munu fyrirtæki, þá sér í lagi minni fyrirtækin leggjast af með tilheyrandi atvinnuleysi.

Ég er ekki æsingamaður, en núna ætla ég að segja takk Davíð og hurðin er þarna - ég ætla að vera sammála fjölda manns sem vill þig burtu.

Sama má segja um sjálfstæðisflokkinn, minn gamla flokk reyndar, gætuð þið skilið lyklana að stjórnarráðinu eftir í póstkassanum þar, svo að fólk með viti getið komið og tekið við.


mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þessi stýrivaxta hækkun er í boði IMF. segðu mér U3ea. var Davíð mikill áhuga maður um aðkomu IMF?

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: U4ea

Já merkilegt að ríkið megi skuldbinda okkur svona með þátttöku IMF :-) - af hverju ekki að leyfa okkur að kjósa bara um málið - viss um að þjóðin tæki ekkert illa í að fá að segja til með hvað hún vill varðandi framtíðina.

Varðandi Davíð - þarf að segja eitthvað um þann heiðursmann sem ruglar og þvælir og setur forsætisráðherra okkar núverandi í vandræði með kjaftavaðlinum í sér? 

U4ea, 28.10.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Thee

ALLT sem Davíð er búinn að segja ER RÉTT.

Thee, 28.10.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: U4ea

Emmm - já allt sem Davíð segir er rétt og hann er hetjan mín.

Ath. að kaldhæðnin er mín :-)

U4ea, 28.10.2008 kl. 13:16

5 Smámynd: Thee

Ekki við öðru að búast frá manni sem heldur sig í sýndarheimi óraunveruleikans.
Hélt samt að hann væri fyrir utan hann.

Thee, 28.10.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: U4ea

Thee - Ég hef rétt á því að mynda mér mína sjálfstæðu skoðun á hlutunum.

Að koma með athugasemdir og gefa í skyn að skoðun manns stangist á við viðhorf þitt er að sjálfsögðu velkomið, en breytir í engu minni skoðun á málinu.

Davíð, Geir, Þorgerður og co. í sjálfstæðisflokknum eru að mínu persónulega mati búin að teyma þjóðina áfram á asnaeyrum og það eru ansi margir út í þjóðfélaginu sammála þeirri skoðun.

Og Thee - þó svo að ég komi undir "sýndarnafni" - hvað með það? Ég hef þó skoðanir sem varla teljast öfgafullar, óraunverulegar eða ótrúverðugar :-)

U4ea, 28.10.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

U4ea

Höfundur

U4ea
U4ea
Höfundur veltir fyrir sér lífinu í raunveruleikanum og heldur sig utan við sýndarheima óraunveruleikans.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sland a skkva  jpg 280x800 q95
  • Gordon Brown going nuts

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband