28.10.2008 | 08:00
Hringavitleysa...
Af hverju taka nú stjórnmálamenn sig ekki á og segja af sér? Þorgerður Katrín ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér í stað þess að lifa í voninni að hennar tími sé kominn.
Krónan er ónýtur gjaldmiðill, það er staðreynd því miður. En að horfa til ESB er tóm vitleysa, við einfaldlega værum að tapa meira á því en að græða. Framsal á auðlindum og öðru.
Af hverju eru Íslendingar nú ekki einu sinni sniðugir og rökhugsandi og leita ásjár til frænda okkar í Noregi. Væri svo slæmt að fara í ríkjasamband við Noreg og framselja hluta af fullveldi okkar til Noregs frekar en ESB?
Við fengjum jú, Norska krónu, stærri fiskimið, þekkingu og tækni til olíu og gasleitar ásamt svo mörgu öðru.
Að sama skapi fengju Norðmenn sömu tækifærin í raun.
Af hverju í ósköpunum hefur enginn stjórnmálamaður haft vit á því að leita ekki langt yfir skammt?
P.S.
Norskan er ekki svo erfið og töluvert skemmtilegri til náms heldur en danskan hvort sem er.
Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
U4ea
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framsal á fullveldinu til Evrópusambandsins hefur þegar átt sér stað; þeir sem sjá um aðildarsamninga við nýjar þjóðir í Evrópusambandið segja að við höfum tekið upp all að 80% að reglugerðum sambandsins í gegnum EES samninginn - aðeins 20% sé eftir og það snýr mestmegnis að landbúnaðarmálum (sem sjávarútvegurinn fellur undir) og svo evrunni. Þetta væru tvær kærkomnar breytingar fyrir okkur Íslendina, þar sem matvælaverð myndi lækka um 25%, og við myndum fá stöðugan gjaldmiðil. Noregur er í sömu stöðu, og stjórnmálamennirnir þar vilja ganga í Evrópusambandið, en neita að fara með það í þjóðaatkvæðargreiðslu fyrr en það er víst að þjóðin muni samþykkja það. Þess vegna mun ekki vera neinn pólitískur áhugi fyrir því hjá Normönnum að kippa okkur inn til sín.
.
Norðurlöndin, utan við Noreg, eru búin að reyna þessa leið fyrir okkur; Svíþjóð gekk í ESB í sinni bankakrísu, Danmörk er aðili og Finnland gekk inn þegar þeir þurftu að endurmóta utanlandsviðskiptin sín algjörlega eftir að múrinn féll. Öllum þessum löndum hefur vegnað vel innan Evrópusambandsins, Finnland hefur t.d. verið með meiri og stöðugri hagvöxt en Ísland á þeim tímum sem við teljum til góðæris - atvinnuleysi er hefur verið lítið sem ekkert í Danmörku upp á síðkastið.
.
Til viðbótar; við munum halda okkar auðlindum eftir inngöngu í ESB, annað er bara lýgi. Sameiginleg auðlindastefna Evrópusambandsins er til að hafa stjórn á sameiginlegum auðlindum, eins og þeim sem liggja milli landa í evrópu eða á landamærum þeirra. Fiskistofnanir hér við Ísland eru 85% staðbundnir, sem þýðir að þeir eru bara innan okkar lögsögu. Hin 15% semjum við nú þegar um við ESB og fleiri. Þetta þýðir að við munum ein sitja að sjávarauðlindinni hérna, og að Evrópusambandið á ekkert tilkall í neinar auðlindir hér og mun ekki þurfa að stýra aðgangi í þær vegna þess að þær eru auðlindir okkar Íslendinga - en þarf ekki að deila með neinum öðrum.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.10.2008 kl. 08:32
En hvers vegna að leita lengra en skammt ?
Noregur og Ísland eiga meiri samleið saman en Ísland og ESB - engin rök fyrir því af hverju það ætti ekki að skoða það nánar Jónas.
U4ea, 28.10.2008 kl. 11:23
Þú ert samt að tala um að skoða hlut sem er ekki í boði. Evrópusambandsaðild er í boði og fær leið, því er augljóst að það ætti að sækja um til að geta rætt þessi mál með aðildarsamninga í höndnunum.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.10.2008 kl. 14:14
Það hefur enginn kannað hvort þetta er í boði - ekki hægt að fullyrða um hluti sem ekki er búið að kanna :-)
U4ea, 28.10.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.