9.12.2008 | 13:03
Meiri harka?
Jæja, þá er yngra fólkið búið að fá nóg, og lái þeim hver sem vill.
En ætli það verði ekki ennþá meiri harka næst þegar þau birtast, verður fróðlegt að sjá hvað gerist við næstu ríkisstofnun.
Vilja ríkisstjórnina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 16:10
Þá er tími friðsælla mótmæla runnin á enda.
Það hlaut að koma að þessu, þegar ekki er hlustað á meirihluta þjóðarinnar.
Vona bara að stjórnmálamenn og aðrir sjái nú að sér áður en þetta endar í meiriháttar átökum, sem það gerir ef ekki verða breytingar strax.
Ólæti á þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 12:39
Í meirihlutans nafni takk !
Núna geta þeir sem hafa sagt að mótmælin og borgarafundir séu ekki í nafni þjóðarinnar pakkað niður ferðavélunum sínum.
Nú er það staðfest með könnun að meirihluti þjóðarinnar er sammála mótmælendum og borgarfundarfólki og ætti ekki að koma neinum á óvart.
Þegar fólk er líka farið að safnast í aðgerðahópa í ekki svo friðsamlegum tilgangi, eru ráðmenn ekki orðnir hissa og farnir að skilja að það er komið á suðupunkt.
Það ætti að vera fróðlegt að mæta á borgarafund í kvöld í Háskólabíó og sjá hverju menn ætla að lofa okkur, meirihluta þjóðarinnar þar og svíka svo.
Meirihluti telur mótmæli endurspegla viðhorf þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 08:01
Gleymdu því góurinn...
Ef að Davíð Oddsson heldur að hann fái einhverntíma að koma nálægt alþingi eða ríkisstjórn þegar búið verður að reka hann, þá er hann veruleikafirrtur.
Hvernig í ósköpunum dettur manninum í hug eftir að hann lætur svona út úr sér að hann hljóti kjör? Hvernig dettur honum í hug að fólk fyrirgefi honum hrokann, yfirlætið og stælana?
Er hann kannski búinn að gleyma því að hann hefur komið fram við ríkisstjórn og alþingi eins og einhver frekjudós sem heldur að hann sé enn við völd?
Kæri Davíð, farðu á eftirlaun sem fyrst, við þurfum ekki elliæra fyrrverandi einræðisherra í þessu ástandi, heldur ung fólk sem ber hag þjóðarinnar í brjósti, í stað hagsmuna örfárra.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 09:01
Hátt verður haft frammi fyrir hljóðu þingi.
Það má gera ráð fyrir háreysti og hávaða þar í dag, enda hafa margir fengið nóg.
Vöruverð hefur rokið upp, næstum tvöfaldast, laun lækkað eða fólk orðið atvinnulaust og enginn virðist hafa dug til þess að taka á málum.
Fyrir mína parta hefur þetta ástand fyllt mælinn og nú verður haft hátt.
Skora á sem flesta að mæta, sem eru fjölskyldu fólk eins og ég, enda ekki sanngjarnt að fjölskyldur lansins blæði meðan útrásargreifarnir og pólitíkusar lifa hátt.
Útifundur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 18:55
Það verður mótmælt á morgun!
Að fólk skuli ekki styðja við mótmælin, finnst mér furðulegt. Flest okkar verða fyrir barðinu á stjórnleysinu eða getuleysi stjórnvalda á ástandinu og restin þekkir örugglega vini eða ættingja sem sjá ekki hvernig jólahald verður í ár.
Manni finnst kúnstugt að einhverjir aðilar, skuli blogga og segja ekki í okkar nafni hér á blogginu. Það er skrítið að fólk hér á landi hafi efni á því að slá um sig og láta eins og mótmælendur séu einhver stjórnlaus skríll.
Síðustu mótmæli voru að miklum meirihluta, eða um 99.9% fjölskyldur.
Sennilega eru ennþá aðilar þarna úti sem halda virkilega að ástandið eigi eftir að lagast eftir áramót, þegar farið verður að bera fjölskyldur út á guð og gaddinn.
Persónulega finnst mér að fólk sem skrifar með þessum hætti, að agnúast út í friðsamleg mótmæli og finna þeim allt til foráttu, ættu að skammast sín og hætta þessari sjálfsblekkingu.
Ef ekki, þá hvet ég þessa aðila að mæta og mótmæla mótmælendum og horfa í augu okkar og segja að þeim sé skítsama hvað verði um fólk sem sér ekki beint fram á að halda þessi jólin hátíðleg.
Útifundur boðaður á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 07:05
Já lúffum fyrir UK og ESB
Vá, í hnotskurn þá á að skuldbinda íslensku þjóðina til að borga skuldir fárra einstaklinga.
Mikið eigum við æðislega góða stjórnmálamenn sem kunna að hneppa heila þjóð í skulaánauð til næstu 15-20 ára.
Er þetta ekki komið nóg, er virkilega enginn vilji að þjóðin fái að segja sitt með þetta áður en eitthvað verður ákveðið?
Ætlar ríkisstjórnin virkilega að valda því að það verði uppþot og óeirðir á komandi dögum og vikum þegar fólk tapar öllu sínu endanlega?
Halda menn virkilega að lögreglan stöðvi mannfjöldann þegar hann skiptir tugum þúsunda á austurvelli eða ?
Samningar um Icesave eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 19:08
Húrra Ólafur Ragnar....
Loksins er einhver kjörinn leiðtogi sem segir það sem býr í meirihluta þjóðarinnar.
Ekki aðeins snupraði hann sendiherra "meintra vinaþjóða" heldur hlóð hóli á þær þjóðir (Færeyjar og Noreg) sem hafa hjálpað okkur á þessum erfiðu tímum.
Að sjálfsögðu á forsetinn að vera málsvari þjóðarinnar og tala röddu hennar útávið, sama hvað ríkisstjórnin segir eða segir ekki.
Ólafur Ragnar fékk stórt prik í kladdann fyrir að segja það sem meirihluti þjóðarinnar vill helst að sagt sé.
Nú er bara að vona að hann mæti á Austurvöll næsta laugardag :-)
P.S.
Ekkert að því að lána rússum Keflavíkurflugvöll, fáum gjaldeyri og störf útfrá því og bara ágæt hugmynd.
Fréttir af ummælum forseta ónákvæmar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2008 | 01:57
Virðingarleysi ríkisins fyrir þjóðinni?
Þegar að svo er komið að ríkisstjórn þessa lands sem og alþingismenn (sem tilheyra flokkum ríkisstjórnarinnar) eru orðnir svo fastir í sjálfsblekkingunni að þeir halda að fólkið í landinu sé ekki búið að fá nóg, þá er í óefni komið.
Auðvitað þarf að efna til kosninga með hraði og fá nýtt blóð og nýja menn við stýrið á þjóðarskútunni, því almenningur hefur að meirihluta (samkvæmt öllum skoðannakönnunum) misst traust á ríkisstjórnina.
Það að loka sig af í kastala sjálfsblekkingar og halda að það sé hægt að berja "sauðsvartan almúgann og um 500 æsingamenn" til hlýðni, sýnir hversu illa ríkisstjórnin og alþingi okkar er úr takt við raunveruleikann.
Það er orðið ansi grimmt þegar að í það stefnir að uppúr sjóði niður á Austurvelli og það sem mæti fjölskyldufólki sem mætt er til mótmæla, séu lögreglumenn tilbúnir til óeirða gegn ÖLLUM sem á staðnum eru.
Er það virkilega vilji Alþingismanna þessa lands að ef það skyldi sjóða uppúr að börn verði fyrir barðinu á t.d. kylfum, táragasi eða því nýjasta - hundum ?
Greint frá mótmælunum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 15:31
Ekki sama Jón og sr. Jón
"Er skuldhreinsað við bankastarfsmenn?
Og reiðin magnast !!!
Talið er að yfirmaður áhættustýringar Kaupþings hafi tapað 2 milljörðum (mest tekið á láni) og allar skuldir hreinsaðar við hann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér Cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum. Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka.
Margir telja þetta stríðsyfirlýsingu við venjulegu borgarana í þessu landi enda
flestir með lán í þessum bönkum. "
Jæja - semsé ef maður vinnur sem "yfirmaður" hjá banka og skuldar 2-3 milljarða - þá fær maður núna "skulda-aflausn" frá ríkinu.
Um bloggið
U4ea
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar