Virðingarleysi ríkisins fyrir þjóðinni?

Var þetta nú nauðsynlegt?Þegar að svo er komið að ríkisstjórn þessa lands sem og alþingismenn (sem tilheyra flokkum ríkisstjórnarinnar) eru orðnir svo fastir í sjálfsblekkingunni að þeir halda að fólkið í landinu sé ekki búið að fá nóg, þá er í óefni komið.

Auðvitað þarf að efna til kosninga með hraði og fá nýtt blóð og nýja menn við stýrið á þjóðarskútunni, því almenningur hefur að meirihluta (samkvæmt öllum skoðannakönnunum) misst traust á ríkisstjórnina.

Það að loka sig af í kastala sjálfsblekkingar og halda að það sé hægt að berja "sauðsvartan almúgann og um 500 æsingamenn" til hlýðni, sýnir hversu illa ríkisstjórnin og alþingi okkar er úr takt við raunveruleikann.

Það er orðið ansi grimmt þegar að í það stefnir að uppúr sjóði niður á Austurvelli og það sem mæti fjölskyldufólki sem mætt er til mótmæla, séu lögreglumenn tilbúnir til óeirða gegn ÖLLUM sem á staðnum eru.

Er það virkilega vilji Alþingismanna þessa lands að ef það skyldi sjóða uppúr að börn verði fyrir barðinu á t.d. kylfum, táragasi eða því nýjasta - hundum ?

 


mbl.is Greint frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Þór Bragason

ágætt hjá þér... en ég held að það sé nú enginn frjáls villji sem ráði þarna ferðinni..

Garðar Þór Bragason, 9.11.2008 kl. 07:15

2 Smámynd: Garðar Þór Bragason

ég væri nú ekki góður faðir ef eg færi með óvitan..barnið með mér í mótmæla göngu þar sem búast má við skrílslátum.

vonandi skilur þú orðið skrílslæti... á sama hátt og ég. 

Garðar Þór Bragason, 9.11.2008 kl. 08:10

3 Smámynd: U4ea

Skil þig mæta vel Garðar, en meirihluti þeirra sem mættu voru fjölskyldur sýndist mér og voru að hlýða á eldræður Harðar Torfa og annarra mætra aðila sem segja á svo skemmtilegan hátt frá því hvernig okkur öllum líður.

Því miður er það eins og að setja olíu á eldinn þegar að ungir eldhugar innan lögreglunnar mæta með kylfur og táragas í stað þess að taka hann Geir Jón Þórisson sér til fyrirmyndar og standa uppréttur og fús til að ræða við alla.

Held að málið sé að í gær voru tvær kynslóðir lögreglumanna, sem og mótmælenda á ferð.  Annarsvegar ung og óreynd kynslóð sem heldur að hnefarétturinn leysi allan vanda og hins vegar eldri og rólegri kynslóð sem veit að orð eru máttugri en ofbeldi.

En að lögregla mæti vígbúin þegar börn eru á staðnum er bara óásættanlegt með öllu. 

U4ea, 9.11.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

U4ea

Höfundur

U4ea
U4ea
Höfundur veltir fyrir sér lífinu í raunveruleikanum og heldur sig utan við sýndarheima óraunveruleikans.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • sland a skkva  jpg 280x800 q95
  • Gordon Brown going nuts

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband